Píanónámskeið fyrir alla.


Hvað er píanó námskeið?

Píanó námskeið er hugsað fyrir alla. Fólk á öllum aldri má sækja þetta námskeið, sem er sérstaklega hannað í kringum einstaklingin fremur en fyrirfram ákveðið efni. Í tímum hjá mér er blanda af tónfræði ásamt píanóæfingum sem ýta undir einstaklingsmiðaða námsefnið. Sértu hljómamegin í lífinu - tökum við áherslu á hljóma og útfærslu þeirra. Sértu mikill áhugamaður um spuna förum yfir skala og notkun þeirra. Píanónámskeið er handa þeim sem langar að rifja upp, viðhalda og læra nýja hluti á píanó. 

Illustration

Stakur tími40 mín. | 6000.kr

Inniheldur:1 tíma með kennaraÁherlsla á nótnaskilningStöðumatTillaga að nótnabækum*Verðið gengur uppí námskeið ef haldið er áfram

Illustration

10 Vikna námskeið - Águst - Október.60.000 kr.

Inniheldur:Tímabil - 19.Águst - 21.Október10 staka tíma með kennaraHver tími er 40 mínútur í sennHljómfræðiTónheyrnSpuni

Illustration

10 Vikna námskeiðNóvember. - Janúar60.000 kr.

Inniheldur:Tímabil - 4. Nóvember. - 20. Janúar 10 staka tíma með kennaraHver tími er 40 mínútur í sennHljómfræðiTónheyrnSpuni

Illustration

Daníel A.Cathcart-Jones

Byrjaði að spila 11 ára gamall. Hóf nám hjá Jónasi Sen í Nýja Tónlistarskólanum. Megináhersla var klassískt píanó nám í bland við tónheyrn og hljómfræði.
Ég komst fljótt að ég ætti auðvelt með að læra lög eftir eyranu. Seinna meir átti það eftir að hjálpa mér þegar ég hóf nám við Tónlistarskóla FÍH. Ég tók klassíkst nám í 2 ár en færði mig svo í jazzpíanó þar sem Agnar Már Magnússon leiðbeindi mér.
Ég hef sinnt píanónámskeiðum fyrir börn jafnt sem fullorðna. Ég vinn með það áhugasvið sem viðkomandi hefur, og kem upp með skemmtilegar æfingar og lög sem allir hafa gaman af. Ég vinn með tónheyrn og tónfræði svo að auðveldara sé að lesa og spila lög.
Ég vann sem tónmenntakennari við grunnskóla á Selfossi en sinni einnig stundarkennslu í Reykjavík og á Selfossi


Viðburðir

Illustration
  • Brúðkaup

    Bókaðu í brúðkaup. Fyrirkomulag er bókun með að minnsta kostu tveggja vikna fyrirvara. Hægt er að bóka söngvara með. Tilvalið fyrir inngöngu, tvö til þrjú lög á milli og útgöngulag í lokin. 

Illustration
  • Undirspil

    Vanti þig undirleikara fyrir söng eða spilun inná upptökur tek ég gjarnan að mér verkefni, Endilega senda á mig upptökur eða mæla okkur mót og ég spila undir.

Algengar spurningar

Almennar spurningar.

  • Hvenær byrja námskeiðin?

    Námskeiðin hefjast í Ágúst og í Nóvember. Unnið er eftir skóladagskrá Grunnskóla í Reykjavík. 

  • Eru námskeið fyrir fullorðna?

    Já. Námskeiðin eru fyrir fullorðna jafnt sem unga. Það er aldrei of seint að byrja að læra tónlist.

  • Á hvaða tímum er æft?

    Kennt er laugardaga frá 10:00-17:00*Þriðjudaga 18:45 - 21:00

  • Þarf að koma með námsefni?

    Ekki í fyrsta tíma. Auðvitað má koma með efni sem viðkomandi hefur lært áður, svo hægt sé að meta hvaða kunnáttu þú hefur. Góðar bækur eru t.d. Píanóleikur bækurnar, Hljómborðið og þú sem þægilegt er að byrja á.

Hafa samband

Takk fyrir að hafa samband!

Ég mun svara við fyrsta tækifæri

Can't send form.

Please try again later.